Upplýsingar um starfsfólk Insula

Arna Guðmundsdóttir, læknir

Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Árið 1996 hóf hún framhaldsnám í almennum lyflækningum í Bandaríkjunum við háskólasjúkrahúsið í Iowa City, Iowa. Eftir að því námi lauk 1999 hóf hún nám í innkirtla og efnaskiptalækningum á sama sjúkrahúsi.

Arna lauk ameríska sérfræðingsprófinu í almennum lyflækningum (American Board of Internal Medicine) árið 1999 og ameríska sérfræðingsprófinu í efnaskiptalækningum (American Board of Endocrinology and Metabolism) árið 2002. Frá árinu 2002 hefur Arna starfað sem almennur lyflæknir og sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hún hefur haft umsjón með meðferð sykursjúkra með insúlindælum á Göngudeild sykursjúkra, hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands frá árinu 2002 og haldið fjölda fyrirlestra sem tengjast sykursýki á síðustu árum. .

Arna hefur starfrækt eigin læknastofu í Læknasetrinu frá 2002-2009 og frá apríl 2009 í Insula, Glæsibæ. Helstu klínísku áhugasvið eru almennar lyflækningar og meðferð við sykursýki, insúlindælumeðferð, þunglyndi og kvíði samfara sykursýki, sykursýki á meðgöngu og samfella í meðferð barna með sykursýki sem flytjast frá göngudeild fyrir börn yfir á Göngudeild sykursjúkra fyrir fullorðna. Þá hefur Arna verið formaður Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og haft umsjón með árlegri rástefnu fyrir íslenska lækna, s.k. Læknadögum.