Námskeið í boði fyrir fólk með sykursýki tegund 2.

Fræðslunámskeið sértaklega ætluð fyrir einstaklinga með tegund 2 sykursýki verða haldin hjá Insula í Hjartamiðstöðinni Kópavogi.

Hvert námskeið er 1 kvöld frá kl.17-19. Stuðst verður við nýstárlegt kennsluefni frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IDF, International Diabetes Federation) s.k. samtalskort (conversation maps). Farið verður yfir orsakir, eftirlit, meðferð og fylgikvilla sykursýki.

Leiðbeinandi er Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í innkirtla-og efnaskiptasjúkdómum.

Áhugasamir skrái sig hjá Insula í síma 5503030.